Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2004
Vááááá.... við erum búnar með æfingaprógrammið og bara eftirfylgnimælingarnar eftir. Þetta er skrítin tilfinning þar sem þetta var eitthvað svo óyfirstíganlegt í byrjun.... en núna er þessum hluta barasta nánast lokið Það er auðvitað gríðarleg vinna eftir við skrifin og tölfræðiúrvinnsluna en maður tekur nú bara á því eins og hverju öðru verkefni Ætla annars að skella mér í bíó í kvöld.... aftur... ekki vön að fara svona oft!!! Ég ætla á algjöra stelpumynd - Mona Lisa Smile með Julia Roberts í aðalhlutverki. Mér finnst voða gaman að fara í bíó og hef gert mjög lítið af því undanfarið... þannig að það er nú allt í lagi að ég taki smá skurk núna - híhí.
Eldaði alveg rosalega góða grænmetissúpu áðan... er alveg pakksödd núna Ætli við borðum ekki þessa súpu næstu 3 daga... er ekki (ennþá) alveg búin að átta mig á því að við erum BARA tvö!! Ég byrja í verknámi á mánudaginn - það verður forvitnilegt!!! Maður er alltaf nokkuð kvíðinn og stressaður fyrir þessi verknám en svo kemst allt í rútínu. Það er helst stressandi að taka á móti nýjum sjúklingum... þá þarf maður að fara að skoða og komast að því hvað er að og vera voða klár..... hmmm. En allt endar það nú samt vel... yfirleitt
Skellti mér í bíó í gær. Fór á "The Last Samurai" með Tom Cruise - ógeðslega góð - fór meira að segia í VIP salinn... alveg ógeðslega þægilegt Þeir mættu samt sleppa fremstu röðinni í salnum. Við mættum 10 mínútum áður en myndin byrjaði og það var bara laust fremst.... ég fann vel fyrir því til að byrja með hvað ég var nálægt tjaldinu. Myndin var bara svo góð að ég gleymdi því fljótlega.... kúrði mér bara betur niður í stólinn. Well, mamma er að hóa á mig í mat.... bæjó.
Ég átti fínan afmælisdag á föstudag - fór í vísindaferð með bekknum mínum og svo í innflutningspartý til Hildar bekkjarsystur. Við spiluðum actionary og auðvitað unnum við strákana.... hehe. Kvöldið endaði á því að ég fór ein niður í bæ og hitti þar Guðlaugu systir og við djömmuðum aðeins fram eftir.... rosa gaman Bless og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar
Salsa salsa Edda vinkona er á fullu að undirbúa salsanámskeið þessa dagana sem fer fram í byrjun febrúar. Hún hefur nú þegar haldið eitt námskeið við góðar undirtektir og verður nú með bæði byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið.... kíkið endilega á línkinn hér að ofan og spáið í þetta - þetta er voða gaman og fyrir alla... konur og kalla
Þessa dagana er ég á fullu að þjálfa og mæla fyrir BS verkefnið. Það er samt einhver frí fílingur í manni þar sem þetta er algjörlega stresslaust og rólegt. Við Edda notum morgnana til að skrifa ritgerðina og þjálfum svo eftir hádegi. Um helgina þurfum við aftur á móti að vera duglegar að skrifa og fær Fannar líklega að vera hjá tengdó á laugardeginum. Á föstudaginn er bekknum mínum boðið í vísindaferð hjá Sjúkraþjálfun Bata og verður maður nú eiginlega að mæta... enda góð stemning í bekknum Ég fer líka þangað í verknám eftir eina og hálfa viku þannig að það ætti að vera gaman að heimsækja staðinn og heilsa upp á verknámskennarana mína. Hildur bekkjarsystir verður svo með innflutningspartý eftir vísindaferðina. Föstudagurinn næsti er nú líka svolítið sérstakur dagur þar sem ég.... gamla kellingin... verð 27 ára gömul !!!!... eða var það 17 ára??? Bara man það ekki alveg hehe hmmm...
Leiðrétting Helgi fékk verðlaun sem besti kennarinn meðal ST læknanna og voru það læknanemarnir sem kusu hann!!! Best að hafa þetta rétt
Ég er voða montin af Helga mínum núna Hann var kosinn besti nemandinn af kennurunum á barnaspítalanum - fékk meira að segja skjal til viðurkenningar ásamt 5 þús. krónum sænskar... rosa formlegt og flott. Til hamingju kallinn minn Ég veit að hann vill ekkert vera að monta sig yfir þessu en hann fær barasta engu ráðið um það - híhí. Við Edda höfum verið að rölta um í Kringlunni í hádegishléunum okkar.... enda stutt frá Grensási. Mér tókst um daginn að kaupa mér eitt pils á útsölu - geng nú ekki mikið í pilsum en nú þarf að fara að breyta því þar sem maður er nú að flytja til Svíþjóðar í góða veðrið En þá verð ég auðvitað að kaupa mér nýja skó við pilsið... eeh - er það ekki?? Ég er alla vega búin að vera að skoða og fann í dag svooo flott stígvél..... en þau eru auðvitað ekki á útsölu!!! Kosta "bara" 17 þús. krónur djesuss.... Ég ákvað alla vega að hugsa málið!!! Mér var að berast þær fréttir að Siggi, afi Helga hafi fengið brjóstverk og líklegast i...
Ég er búin að vera að vesenast við að setja upp myndaalbúm - búin að setja inn nokkrar partýmyndir en á alveg eftir að setja inn einhverjar fjölskyldumyndir Ef þið viljið kíkja þá er ég búin að setja línk hér til hliðar.
Það er langt síðan ég hef slakað svona mikið á heima. Ég er meira að segja búin að elda mat handa okkur Fannari núna heil tvö kvöld í röð!! Og engin verkefnavinna eða lestur á kvöldin - bara sjónvarpsgláp og rólegheit .... eins og er alla vega. Við Edda erum búnar að gera þrjár baseline mælingar á þátttakendum okkar í rannsókninni og allt hefur gengið að óskum. Við ætlum svo að reyna að byrja á ritgerðinni eitthvað um helgina. Ég var að fá flugmiðann minn í hendurnar í dag hehe. Ég ætla að fórna síðasta deginum mínum í verknáminu og heimsækja Helga - fer í lok mars jibííí - hlakka svo til. Edda flýgur líka út til Stokkhólms þessa sömu helgi og líklega líka vinur hennar, hann Jonni, þannig að mér ætti ekki að leiðast í fluginu á leið út
Fannar er með svoooo mikla bíladellu.... það er eiginlega ekki fyndið. Hann veit betur en ég hvað bílarnir á götunum heita og í gær þegar ég var að pota honum í háttinn spurði ég hann hvað hann ætlaði að dreyma um nóttina - hann var ekki lengi að svara "bláan kappakstursbíl sem væri númer eitt" - haha Hvaðan ætli hann fái þennan mikla áhuga???
Ætti eiginlega að vera að skrifa ritgerð núna en er bara ekki að nenna því!! Reyni að gera allt annað ... eins og til dæmis að blogga Við Edda byrjum að mæla sjúklingana okkar í rannsókninni okkar á morgunn - maður er nú smá stressaður yfir þessu og erum við búnar að undirbúa okkur þokkalega. Við vorum í allan gærdag að prófa búnaðinn uppi á Grensási og gekk það barasta vel. Við munum mæla næstu þrjá daga og svo byrjar þjálfunin í næstu viku.... spennandi Ása Dagný á afmæli í dag og vil ég óska henni innilega til hamingju með daginn Nú þýðir víst ekki að draga þetta meira á langinn... best að gerast doldið kreatívur og byrja að pota einhverjum texta niður á blað - kv. Sara
Alveg yndislegt veður núna - kallt og heiðskýrt. Við Fannar skelltum okkur út með sleðann og fórum svo í bakaríið á leiðinni heim. Fengum okkur svo heitt kakó og gott brauð þegar við komum heim. Það er langt síðan ég hef getað gert eitthvað svona með Fannari enda hefur hann verið í pössun meira og minna allar helgar undanfarið Annars þarf ég að koma mér í ritgerðarfýling aftur þar sem ég þarf að skila einni slíkri á fimmtudaginn - já þetta er ekki alveg búið enn! Þetta er reyndar síðasta verkefnið sem ég þarf að gera til að standast haustönnina - þá verður hægt að snúa sér að vorönninni.... síðustu önninni
Til hamingju með daginn mamma mín
Úfff þvílíkur léttir - prófin búin og gekk alveg lala í dag.... enda var takmarkið að ná þessu bölvaða prófi!! Sem ég held að hafi tekist Vááá nú tek ég ekki fleiri próf í þessu námi.... þarf ekki lengur að sitja yfir bókunum í stífum próflestri - þetta er alveg æðislegt. Þetta kallar eiginlega á allsherjar djamm en ég hef ekki orku í neitt svoleiðis núna - hef sofið frekar lítið undanfarna sólarhringa, 5 tíma svefn síðustu tvær nætur! Hef lifað á kaffi og orkudrykkjum Þar sem jólin eru búin þá tók ég mig til og reif niður allt jólaskrautið í dag, pakkaði dótinu rosa vel niður þar sem það verður víst ekki tekið upp aftur fyrr en í Svíþjóð. Ég er allt of syfjuð til að vera að þessu....
Þá er eitt próf búið og eitt eftir Prófið áðan var í raun tvö fög sem sett voru í sama prófið - sem sagt fæðingarfræði og öldrunarfræði. Mér gekk bara vel í fæðingarfræðinni en er í lausu lofti með öldrunarfræðina (gekk örugglega bara ágætlega (?)). Næsta próf er afbrigðileg sálfræði og eins og sumir vita þá er það sannarlega ekki skemmtilegt fag að mínu mati en maður verður bara að bíta fast á jaxlinn og harka þetta af sér! Þetta er að verða búið.... og þá meina ég ALVEG búið. Helgi kallinn er strax búinn að kaupa næsta flugmiða heim og að sjálfsögðu verður niðurteljarinn endurstilltur fyrir þann atburð Ég ætla svo að skella mér eina helgarferð til Stokkhólms þegar líða fer á vorið og heimsækja kallinn - það var jólagjöf mín til hans.... sniðugt ekki satt??
Gleðilegt ár lesendur góðir. Frekar dapur dagur.... Helgi fór í morgunn og situr nú í þessum rituðum orðum í flugvélinni á leið til Stockholm. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni! Ég er á kafi í próflestri og er maður því strax byrjaður að pota Fannari í pössun. Verð að fara að gera eitthvað af viti - hafið það gott, Sara.