Þá er ég mætt aftur! Búin að vera í major veseni með tölvuna.... rhi lokuðu fyrir netið hjá mér þar sem einhverjar veirur voru að dælast inn á mig. Þeir létu mig svo barasta ekkert vita af þessu þannig að ég fæ ekki að vita þetta fyrr en eftir fimm daga - þegar ég hringi í þá til að athuga málið, ógeðslega lélegt finnst mér! . Alla vega þá er allt komið í lag núna. Addi reddaði mér alveg, "takk æðislega Addi" Hann vírushreinsaði vélina og nú er ég s.s. aftur komin með nettengingu. Ég kann svo innilega ekki að laga svona enda hefur Helgi alltaf séð um þessa hluti og hef ég því alveg losnað við að spá í þetta - hmmm kemur sér ekki vel núna!
Nú eru bara tvær vikur í skil á ritgerðinni og komið doldið stress í okkur. Við erum stopp eins og er í einhverju tölfræðirugli sem við þurfum að komast í gegnum sem fyrst svo við getum haldið áfram að skrifa. Vonum bara það besta.
Well - best að fara að gera eitthvað af viti.