Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2004
Þá er ég mætt aftur! Búin að vera í major veseni með tölvuna.... rhi lokuðu fyrir netið hjá mér þar sem einhverjar veirur voru að dælast inn á mig. Þeir létu mig svo barasta ekkert vita af þessu þannig að ég fæ ekki að vita þetta fyrr en eftir fimm daga - þegar ég hringi í þá til að athuga málið, ógeðslega lélegt finnst mér! . Alla vega þá er allt komið í lag núna. Addi reddaði mér alveg, "takk æðislega Addi" Hann vírushreinsaði vélina og nú er ég s.s. aftur komin með nettengingu. Ég kann svo innilega ekki að laga svona enda hefur Helgi alltaf séð um þessa hluti og hef ég því alveg losnað við að spá í þetta - hmmm kemur sér ekki vel núna! Nú eru bara tvær vikur í skil á ritgerðinni og komið doldið stress í okkur. Við erum stopp eins og er í einhverju tölfræðirugli sem við þurfum að komast í gegnum sem fyrst svo við getum haldið áfram að skrifa. Vonum bara það besta. Well - best að fara að gera eitthvað af viti.
Skrifa skrifa skrifa skrifa..... jamm, á fullu að skrifa lokaritgerð með Eddu
Jæja - ég var að enda við að klára páskaeggið mitt.... mikið afrek finnst mér. Reyndar er ekki allt súkkulaði búið á heimilinu enn þar sem við eigum ennþá 6 stykki af no. 1 og svo á Fannar eftir helling af sínu. Okkur vantar eiginlega Helga til að hjálpa okkur að klára þetta.... hann hefur alltaf séð um þessi mál og aldrei verið til neitt súkkulaði á heimilinu eftir páskana!
Húsgagnaleit Við Helgi erum að leita að húsgögnum þessa dagana, aðallega eldhúsborði og eldhússtólum. Þar sem við erum að flytja til IKEA-landsins mikla þá er þetta nokkuð auðvelt þó svo að Helgi sé þar og ég er hér! Ég skrapp í IKEA í dag að skoða og svo fór ég bara á netið þegar ég kom heim og fann það sem mér fannst flott og sendi slóðina til Helga... auðvelt Karlinn verður nú að hafa borð og stól í eldhúsinu.... enda ætlum við ekki að taka okkar núverandi borð og stóla með út. Annars verður frekar tómlegt hjá Helga mínum næstu daga.... einn í stóru tómu einbýlishúsi.... bara eitt rúm til að sofa í og þrír matardiskar í eldhússkápunum!! Hann verður bara að vera duglegur úti í garði... klippa epla- og perutrén og svoleiðis...... hehe Svona til gamans má nefna að eldhúsborðið sem við erum að spá í er rúml. 10 þúsund krónum dýrara hér en í Svíþjóð!
Hvar er bíllinn?!?! Frá og með deginum í dag kemur mér ekkert á óvart lengur hvað varðar bílinn okkar! Ég tek það fram að ég er ekki að djóka - hef verið spurð að því nokkrum sinnum í dag......! Ég var að fara í mat til mömmu og pabba í kvöld en þegar ég kom út á bílastæðið var bíllinn barasta horfinn!!!? Ég þóttist vera með það á hreinu hvar ég lagði bílnum en það var bara einhver hvítur bíll í því stæði. Ég strunsaði út um allt bílastæðið alveg kex rugluð en sá bílinn hvergi... viti menn - bara búið að stela bílnum!! Ég var ekkert smá hissa... hélt að svona lagað gæti ekki komið fyrir mig Nú, ég hringdi því í lögregluna og þeir sögðu mér að koma upp á stöð og gefa skýrslu um málið. Eftir kvöldmat fór ég því upp á lögreglustöð með Guðlaugu og Svenna sem einkabílstjóra (þar sem ég var bíllaus!!) og í miðri skýrslugerðinni hringir síminn og það tilkynnt að bíllinn væri fundinn... á bílastæði í Bökkunum uppi í Breiðholti! Við förum auðvitað þangað og finnum bílinn. Mjög s...
Tengdapabbi á afmæli í dag og óska ég honum innilega til hamingju með daginn Annars lítið að frétta. Fannar er að fara til Jóa og Böddu í pössun - svo ég geti nú lært eitthvað af viti! Húsið í Svíþjóð er nú orðið tómt Helgi ætlar því jafnvel að byrja að flytja eitthvað af dótinu sínu þangað núna um helgina - gaman að því hehe!
Fannar er búinn að vera doldið veikur - en er að hressast núna. Við höfum því verið heima alla vikuna og lítið hefur farið fyrir lestri hjá mér og stressið farið að gera vart við sig fyrir vikið! Það er nóg að gera hjá Helga þessa stundina, hann er að vinna í dag og svo tekur hann líka vakt á páskadag. Hann fær því ekki neitt sérstakt páskafrí... en hann er alla vega búinn að fá páskaegg frá Nóa Síríusi en það er nú eitt af uppáhaldinu hans
Fékk símtal frá leikskólanum rétt fyrir þrjú í dag... og ég spurð hvenær í ósköpunum Fannar hefði farið að sofa í gærkvöldi!! Ég var svo hissa yfir spurningunni en náði að stama út úr mér að hann hefði ekki farið svo seint að sofa (svona miðað við að það var sunnudagskvöld!). Svo kom nú útskýringin á þessu öllu saman... jújú - drengurinn hafði nefnilega sofnað úti í sandkassanum!! Auðvitað sótti ég þá drenginn (sem var ennþá steinsofandi - en þó kominn inn ) og kom í ljós þegar við komum heim að hann var með hita - 38,6 stiga hita! Vil að lokum óska Arnari Thor og Guðrúnu Scheving innilega til hamingju með daginn. Þau eiga afmæl'í dag, þau eiga afmæl'í dag.....
Mikið rosalega er erfitt að koma sér aftur í lestrargírinn. Það er náttúrulega það ljúfa við verknám.... maður situr ekki yfir bókunum marga klukkutíma á dag. En núna þarf maður að byrja á því aftur og það er hreint út sagt erfitt að byrja!! Ég sit hérna með bunka af greinum sem ég þarf að lesa svo við Edda getum nú farið að skrifa eitthvað viturlegt í ritgerðina okkar... u.þ.b. fimm vikur til stefnu - púff
Þá eru myndir af húsinu komnar á netið. Líst ykkur ekki vel á ???