Þá erum við aftur orðin þrjú... eða þrjú + bumbubúi réttara sagt. Jói fór sem sagt í dag. Rosalega skemmtilegt að fá hann í heimsókn. Við röltum helling um borgina um helgina og sýndum honum það helsta. Fannar var svooo duglegur og labbaði með okkur út um allt. Hann hefur svo sem alltaf verið duglegur að labba þannig að við pældum kannski ekki mikið í því fyrr en við komum heim og vorum öll ansi þreytt.
Í dag er gamla rútínan aftur komin af stað. Helgi er á sinni fyrstu vakt eftir tveggja vikna frí, Fannar heldur áfram að fara á leikskólann og ég...... ja - ég er bara heima við. Núna er ég reyndar búin að taka fyrsta skrefið í atvinnuleytinni. Guðrún Schewing kom mér í samband við íslenskan sjúkraþjálfara sem vinnur á Huddinge sjukhus. Ég hafði samband við hana í dag og ætla ég að hitta hana í þessari eða næstu viku og spjalla við hana um hvernig þetta gengur allt fyrir sig hérna úti. Hún sagði mér aftur á móti að það væri litla vinnu að fá núna og ekki batnaði líkurnar þar sem ég e...