Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2004
Þessi er fyrir Ernu ömmu sem sendi Fannari þennan fína íþróttagalla
Þá erum við aftur orðin þrjú... eða þrjú + bumbubúi réttara sagt. Jói fór sem sagt í dag. Rosalega skemmtilegt að fá hann í heimsókn. Við röltum helling um borgina um helgina og sýndum honum það helsta. Fannar var svooo duglegur og labbaði með okkur út um allt. Hann hefur svo sem alltaf verið duglegur að labba þannig að við pældum kannski ekki mikið í því fyrr en við komum heim og vorum öll ansi þreytt. Í dag er gamla rútínan aftur komin af stað. Helgi er á sinni fyrstu vakt eftir tveggja vikna frí, Fannar heldur áfram að fara á leikskólann og ég...... ja - ég er bara heima við. Núna er ég reyndar búin að taka fyrsta skrefið í atvinnuleytinni. Guðrún Schewing kom mér í samband við íslenskan sjúkraþjálfara sem vinnur á Huddinge sjukhus. Ég hafði samband við hana í dag og ætla ég að hitta hana í þessari eða næstu viku og spjalla við hana um hvernig þetta gengur allt fyrir sig hérna úti. Hún sagði mér aftur á móti að það væri litla vinnu að fá núna og ekki batnaði líkurnar þar sem ég e...
Fannar töffari 15 mánaða 
Fannar töffari 5 ára 
Fórum í foreldraviðtal í gær. Bara svona spjall um hvernig Fannari gengur og hvernig okkur finnst hann taka þessu öllu saman. Honum gengur svona rosa vel... allir ánægðir með hann. Hann er farinn að tala svolitla sænsku bæði við krakkana og starfsfólkið en þegar hann þarf að berjast fyrir sínu eða frekjast svolítið þá talar hann íslensku - hehe sé þetta alveg fyrir mér. Eftir viðtalið leigðum við Helgi lítinn sendiferðabíl þar sem stóllinn og fótapullan sem við vorum búin að kaupa (fyrir 5 vikum) var tilbúinn. Ég ekkert smá spennt að fá þetta inn í stofu.... en auðvitað getur þetta ekki heldur gengið áfallalaust fyrir sig!!!! Þegar við vorum mætt á staðinn kom í ljós að verksmiðjan hafði sett vitlaust áklæði á allt saman. Mikið rosalega var ég SVEKKT! Afgreiðslumaðurinn baðst auðvitað afsökunar og gat lítið gert við þessu. Við fáum þetta þó alla vega sent ókeypis heim þegar þetta verður tilbúið.... eftir aðrar 5 vikur (buhuuu!).... enda vorum við búin að leigja bíl til einski...
Helgi nú búinn að vera í fríi í rúma viku. Líklega ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað í tæpa viku.... Hann er nefnilega alltaf í tölvunni, maður kemst bara ekki að! Sést t.d. á því hversu duglegur hann er búinn að vera að blogga undanfarið. Í gær fórum við að skoða líkamsræktarstöð sem er hérna rétt hjá. Ég er að spá í að kaupa mér kort - réttara sagt eiginlega búin að ákveða að kaupa mér kort þar. Helgi hefur frábæra æfingaaðstöðu uppi á spítala þannig að hann heldur áfram að nota hana. Ég er nú bara orðin frekar spennt að byrja að æfa aftur... mér finnst svo rosalega gaman að fara í góða spinningtíma eða body pump og svoleiðis. Í kvöld er stefnan sett heim til Sunnu. Hún á afmæli á morgunn og er búin að bjóða stelpunum heim í stelpulegt kaffi og stelpulegar veitingar. Ég mun því setjast á hjólið í kvöld í sparígallanum og bruna yfir í Älvsjö. Helgi og Fannar fá því að strákast í kvöld. Fannar var svoooo duglegur í gærkvöldi... Málið er að við höfum þurft að vera hj...
Edda á afmæli í dag.... innilega til hamingju esskan mín Annars vorum við að kveðja Guðrúnu, Jóa og Eyrúnu þar sem við buðum þeim í mat í kvöld. Grilluðum svaka fína nautasteik... namm namm. Við erum nú ekki vön að elda mikið naut en þetta heppnaðist bara æðislega vel (þó ég segi sjálf frá). Kisi varð alveg vitlaus um leið og kjötið var tekið úr pakkningunni... hoppaði nokkrum sinnum upp á borð og flæktist þvílíkt í fótunum á okkur... s.s. líka veisla hjá Felix
Frábært að vera í fríi með kallinum Ahhh ég var að vakna þar sem Helgi var svo sætur að fara með Fannar á leikskólann í morgunn... núna er hann að strauja gardínurnar sem við vorum að kaupa í stofuna.... algjör engill þessi elska :) Við skötuhjúin smelltum okkur í eina verslunarmiðstöð í gær og lukum gardínukaupum fyrir stofuna. Helgi náði að kaupa sér tvo geisladiska og ég einar óléttubuxur - nú er nefnilega maginn aðeins farinn að stækka. Svo fengum við okkur kaffi og heitt kakó með miklum rjóma (ég! hehe). Í dag er ferðinni heitið niður á Söder - ætlum að kíkja í eina búð og taka því svo bara rólega í góða veðrinu. Í gær lofaði annars þessi ágæti kærasti minn syni okkar skellinöðru þegar hann yrði 15 ára gamall!! Ég fékk ekkert að segja í þessu máli (held að hvorugir hafi viljað heyra mitt álit!) og ég veit að drengurinn mun EKKI gleyma þessu! Hann mun segja á 15 ára afmælisdegi sínum.... pabbi, hvar er skellinaðran sem þú lofaðir mér....... Í lokin verð ég að fá að pota h...
Fannar að hjálpa pabba sínum að saga 
Fannar að hjóla heim úr leikskólanum 
Vorum að koma úr afmælisveislunni - aldeilis fínt.... alveg pakksödd og höfum engan áhuga á kvöldmat eins og er. Rosa stuð í afmælinu - allir (fullorðnir og börn) fóru út í leiki..... hlaupa í skarðið og fótbolta o.þ.h. Fannar litli er soddan klöguskjóða... það má ekkert gerast þá verður hann lítill í sér og þarf sárlega að láta vita af því.... segjum þá bara eins og Guðrún fóstra var vön að segja: "það er búið að loka klögudeildinni" .... hehe. Á morgun eru feðgarnir að plana sundferð - ætli ég verði ekki bara heima á meðan í rólegheitum með einhverja góða tónlist í botni... kemur í ljós.
Breytingar Jamm - ákvað að herma eftir Helga mínum og breyta lúkkinu á síðunni. Þá missti ég að sjálfsögðu út alla linka og annað dótarí sem ég var búin að setja inn á "gömlu" síðuna. Ætli ég setji það ekki bara aftur inn í rólegheitunum :) Vona að ykkur líki vel.
Vikan Þessi vika er búin að vera aldeilis fín. Undanfarna tvo daga er ég búin að rölta um bæinn með Eddu minni... kíkt í búðir og farið á kaffihús og svoleiðis dúllerí. Helgi er búinn að vera mikið heima við þar sem hann er nú að ljúka næturvaktaviku - síðasta vaktin í kvöld og nótt - þannig að ég er alla vega ekki búin að hangsa ein heima þessa vikuna. Helgi fer svo í tveggja vikna frí núna eftir þessa vakt - ætli maður eigi ekki bara eftir að heimsækja nokkur kaffihús á þeim tíma og hafa það sem notalegast. Fannari gengur svo vel á leikskólanum - starfsfólkinu finnst hann vera farinn að skilja miklu meira og þau skilja hann líka betur og betur. Hann sagði: "tack snälla" við pabba sinn um daginn þegar hann var eitthvað að aðstoða hann - hann er greinilega farinn að pikka upp hin og þessi orðin í rólegheitunum híhí. Hrikalega dúllulegt að heyra hann segja eitthvað á sænsku. Á morgun liggur leiðin í barna-afmæli til Örnu og Einars Gunnars. Eldri strákurinn þeirra, Hly...
Góð helgi á enda Hmm langt er nú síðan ég bloggaði síðast..... Sitt lítið af hverju höfum við nú verið að gera undanfarna daga. Á fimmtudaginn buðu Sigurður og Sunna okkur í frábæran mexíkanskan kjúkling. Í gær fórum við í brunch til Mårten og Maju... sem við svo seinna fréttum að væri í raun kalas (=afmælisveisla!!)... illa gert að láta mann ekki vita af því svona fyrirfram :o/ Eftir það fórum við á málverka- og leirlistasýningu hjá samstarfskonu Helga og röltum svo bara í rólegheitum um miðbæinn... rosa fínt. Í dag vorum við svo í kaffi og kvöldmat hjá Sigurði og Sunnu. Nú verð ég aftur á móti að hætta þar sem bíómynd er að byrja í sjónvarpinu og Helgi er búinn að koma sér fyrir með snakk og lättöl... þarf að komast í snakkið áður en hann klárar það!
Strax kominn september!!!! Úff hvað tíminn líður. Mér finnst núna mjög skrítið að það er enginn skóli sem bíður mín og sakna ég auðvitað allra skólafélaganna geðveikt. Nú er Fannar farinn að vera allan daginn á leikskólanum og gengur súper vel. Åke og Ingrid (starfsfólkið á deildinni hans) segja að hann sé farinn að segja einstaka orð á sænsku... auðvitað eitthvað mjög einfalt en það er svo gaman að vita að hann er að reyna litla snúllan. Ég er því ein heima á daginn og hef ég ekki viljað flakka neitt mikið ef eitthvað skildi koma upp á í leikskólanum. S.s. frekar rólegir dagar hjá mér....... sér í lagi þar sem húsmóðirin í mér er í einhverju letikasti þessa dagana hmmm!!