Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2005

gestir og tónleikar

Samviskan mín var aðeins farin að pikka í mig og sagði mér að ég hefði ekki bloggað síðan á laugardag. Þá er ekki annað að gera en að blogga smá. Það er nú svo sem ekki margt í fréttum.... kannski ástæðan fyrir bloggleysið! Viktor fór i þriggja mánaða skoðun í gær. Var viktaður (6620 gr.), mældur (63 cm.) og fékk sprautu. Ég var svo búin að búast við hita og pirringi í gærkvöldi en litli kallinn var bara hinn hressasti. Mamma og Guðlaug koma í dag og svo kemur pabbi á morgun (fékk nú bara að vita í gærkvöldi að hann kæmi líka - skemmtilegur glaðningur það :). Ég er auðvitað voða spennt að fá liðið til mín. Ég er búin að þrífa húsið hátt og lágt (ekki bara vegna þess að það eru að koma gestir.... heldur vegna þess að það virkilega þurfti að þrífa!). Það tók mig þrjá daga að þrífa húsið..... ég kom auðvitað ekki miklu í verk nema þegar Viktor svaf hehe. Á morgun stefnum við á Kent tónleika. Við Helgi förum bæði ásamt Guðlaugu, Eddu, Mårten og fleira góðu fólki. Mamma og pabbi p...
Fannar nýkominn úr klippingu 
..... og þá fékk hann svona flotta stjörnu í hárið ...... reyndar þrjár stjörnur :) 
Duglegur að lyfta höfðinu 
Ég get nú ekki annað en verið mjög vonsvikin yfir undankeppninni í Eurovision. Ég og Edda sátum hérna saman og horfðum á keppnina yfir poppkorni og nammi. Við vorum bara mjög bjartsýnar og fannst okkur Selma bara standa sig vel (fyrir utan fötin sem hún var í!). Við urðum því mjög hissa þegar við sáum að líkurnar á að Ísland væri í einhverjum af þessum tíu umslögum minnkaði og minnkaði með hverju opnu umslagi. Nú nenni ég bara engan veginn að horfa á keppnina í kvöld. Sænska lagið er svo lélegt að ég hef enga trú á því. Það er ekkert gaman að horfa á keppnina nema halda með einhverjum... kannski ég ætti að halda með Dönum svona "for old times sake"..... Nei - ég held að við tökum bara spólu í kvöld. Viktor er enn voða kvefaður, litla krúttið. Hann er nú samt ekkert pirraður yfir því :) Hann er að uppgötva hendurnar á sér þessa dagana.... ferlega fyndið að sjá hann glápa á hendurnar, nánast rangeygður, og stinga þeim svo upp í sig hehe. Þriggja mánaða sprautan er framundan í n...

skólinn

Fannar fór í heimsókn í skólann sinn í gær. Einn starfsmaður af Vi som växer fór með alla krakkana sem byrja í skólanum í haust og skildi þau eftir í einn og hálfan tíma. Ég hafði á tilfinningunni að Fannar kviði aðeins fyrir því að fara. Allt fór þetta nú samt vel.... þegar ég spurði Fannar hvernig hefði verið í skólanum sagði hann: "það var mjög skemmtilegt... skemmtilegra en ég bjóst við" . Hann var nú samt búinn að gleyma því sem þau gerðu í skólanum þegar ég spurði hann að því :oD

stóri bróðir umhyggjusamur

Fannar passar voða vel upp á litla bróðir sinn. Honum er t.d. mjög illa við þegar Viktor liggur á maganum. Yfirleitt er það nú ekki uppáhaldið hans Viktors og kvartar hann því ansi mikið yfir þessu uppátæki mömmu sinnar. Fannari líst ekkert á þetta og segir við mig "ææi mamma, viltu ekki setja hann aftur a bakið?". Þegar ég neita því þá vill hann fá að hjálpa bróðir sínum að halda höfðinu uppi og tekur undir ennið á honum hehe :) Svo horfir hann mjög áhyggjufullur á litla bróðir sinn á meðan hann er að æfa sig og léttir mjög þegar ég "loksins" set hann aftur á bakið :) Annars er Viktor litli alveg stútfullur af kvefi þessa dagana. Ég vona bara að hann fái ekki eyrnabólgu í framhaldinu.... sjö níu þrettán!
Bræðurnir :o) 
Saran að hengja út þvott í góða veðrinu 

helgarfréttir

Helgin var hin ágætasta. Það var alveg æðislegt veður og var því dustað rikið af sumarfötunum. Á laugardaginn gerðum við fínt í garðinum.... ég gróðursetti sumarblóm í ker (orðið voða fínt hérna fyrir utan :) og Helgi lagaði stéttina sem liggur upp að húsinu (sem var öll í hæðum og lægðum). Einnig tókum við langan göngutúr um hverfið eins og við erum vön að gera um helgar. Við stefndum, eins og venjulega, á nokkur hús í hverfinu sem eru til sölu og sáum við eitt sem við erum mjög spennt fyrir. Það liggur í rosa flottri lítilli götu.... leiksvæði rétt hjá og skólinn mjög stutt frá. Þar að auki er þetta hús ekki eins gamalt og flest húsin í hverfinu en það er byggt 1984. Húsið verður til sýnis næsta sunnudag og ætlum við að reyna að kíkja við (Helgi á því miður að vera á vakt en vonandi nær hann að skipta henni). Í gær fórum við svo í kaffi til Guðrúnar og Jóa. Þangað komu líka Sigurður Yngvi, Sunna og börn og Arna, Einar Gunnar og börn. Eftir þriggja tíma kaffi í Huddinge héldu...
Viktor aðeins að bragða á nýja leikfanginu sínu.... allt fer í munninn eins og eðlilegt er :) 
Viktor í nýja "bärsjal-inu" sem við vorum að fjárfesta í - voða sniðugt :) 
Það fer voða vel um litla prinsinn 

strákarnir

Stóri bróðir svo flottur.... honum fannst reyndar að litli bróðir sinn væri orðinn ansi þungur hehe :)
Fínir þessir strákar mínir :) 
Björn, afi hans Helga, var svo sætur að senda mér þessa flottu mynd. Þetta er jólamynd af Helga. Helgi á enn þessi föt og mun Viktor Snær líklega nota þau næst :) 

klämfredag

Fannar er núna búinn að vera í tveggja daga fríi frá leikskólanum. Dagurinn í dag er nefnilega svokallaður "klemmu"föstudagur eða "klämfredag. Þetta er svo að Svíarnir fái langa helgi.... ekki vitlaust það hehe :o) Helgi fékk aftur á móti ekki langa helgi þar sem hann er á næturvakt í nótt.... núna er hann sem sagt farinn á vaktina, Fannar er uppi í herberginu sínu að hlusta á Pippi Långstrump og ég sit yfir tölvunni með Viktor mér við hlið (steinsofandi). Viktor er byrjaður að hlæja og skríkja.... alveg æðislegt að heyra í honum. Hann hló í fyrsta skipti í gær og hló svo aftur í dag þegar Helgi og Fannar voru að tala barnamál við hann hehe :oD Í dag fórum við fjölskyldan í Tekniska museet . Það var voða gaman og Fannar skemmti sér mjög vel. Þarna var hægt að skoða gamla bíla, gömul hjól, gamlar og nýjar vélar, vélmenni o.m.fl. Einnig var mjög skemmtilegt leiksvæði fyrir börn (og fullorðna ;o) og mátti maður prófa hin og þessi tækin. Mjög skemmtilegt og náðum v...
Fannar úti að hjóla..... það finnst honum mjög gaman enda er hann alltaf á hjólinu þegar hann er úti :) 
Litli prinsinn sofandi 
Helgi að vinna í vespunni í sól og blíðu. Ég, Fannar og Viktor fórum í langan göngutúr á meðan
Viktor Snær að spjalla við pabba sinn 
Fannar að smyrja sér brauð.... þessi drengur borðar eins og hestur :o) 
Viktor á teppinu sínu sem hann fékk frá íslensku vinum okkar hér í Svíþjóð. Mynd tekin 17. apríl. 
Litla draumabarnið mitt sefur allar nætur núna. Hann sofnar um klukkan tíu á kvöldin og sefur fram á morgun.... stundum þarf ég meira að segja að vekja hann til að fara með Fannar á leikskólann. Helgin var annars róleg hjá okkur. Helgi og Fannar eyddu smá tíma í garðinum.... kveiktu nokkrar elda og svoleiðis :) Svo var náttúrulega tekinn göngutúr með vagninn. Á morgun ætla ég aðeins að fríska upp á mig.... pantaði mér tíma í klippingu áðan (Helgi verður heima þar sem hann fer á næturvakt um kvöldið). Ég keyrði upp í Högdalen til að kíkja við á hárgreiðslustofunni og panta tíma í leiðinni. Ég var þá stoppuð af löggunni og látin blása og sýna ökuskýrteini. Löggan hér er mjög effectiv - Helgi hefur líka verið stoppaður í svona tékk og ekki erum við búin að eiga bílinn lengi..... gott mál :) Jæja kominn matartími hjá Viktori Snæ :)