Samviskan mín var aðeins farin að pikka í mig og sagði mér að ég hefði ekki bloggað síðan á laugardag. Þá er ekki annað að gera en að blogga smá. Það er nú svo sem ekki margt í fréttum.... kannski ástæðan fyrir bloggleysið! Viktor fór i þriggja mánaða skoðun í gær. Var viktaður (6620 gr.), mældur (63 cm.) og fékk sprautu. Ég var svo búin að búast við hita og pirringi í gærkvöldi en litli kallinn var bara hinn hressasti. Mamma og Guðlaug koma í dag og svo kemur pabbi á morgun (fékk nú bara að vita í gærkvöldi að hann kæmi líka - skemmtilegur glaðningur það :). Ég er auðvitað voða spennt að fá liðið til mín. Ég er búin að þrífa húsið hátt og lágt (ekki bara vegna þess að það eru að koma gestir.... heldur vegna þess að það virkilega þurfti að þrífa!). Það tók mig þrjá daga að þrífa húsið..... ég kom auðvitað ekki miklu í verk nema þegar Viktor svaf hehe. Á morgun stefnum við á Kent tónleika. Við Helgi förum bæði ásamt Guðlaugu, Eddu, Mårten og fleira góðu fólki. Mamma og pabbi p...