Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2004
Komin aftur til landsins Gott að sjá Fannar aftur en leiðinlegt að kveðja Helga enn eina ferðina . Þessu fer nú senn að ljúka - eftir 8 vikur og eitt bs verkefni!! Við erum búin að versla ansi mikið af flugmiðum síðustu daga - flytjum út 23. júní og svo erum við að fara til Spánar í lok maí í heilar 2 vikur íííhhhaa... hlakka mikið til. Ég skoðaði húsið sem við munum leigja í Svíþjóð - og leist mér mjög vel á. Ég tók meir'að segja nokkrar myndir sem ég set á netið fljótlega. Fjáröflunin okkar er líka í fullum gangi. Núna er ég að basla við að hringja í fyrirtæki og stofnanir til að athuga hvort einhver hafi áhuga á að auglýsa í blaðinu okkar. Erum s.s. að gefa út blað - Þrymil - sem er útskriftarblað sjúkraþjálfaranema. Ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert.... verð líklega aldrei góður sölumaður!?
Þá er ég komin til Svíaríkis og búin að hitta Helga minn. Rölti bara um Stokkhólm í morgun þar sem Helgi var að vinna í allan dag, ég kíkti með Eddu á kaffihús - hún er s.s. líka í Svíþjóð núna! - og tók svo lestina hingað á Anundvägen. Við erum svo heppin að Helgi fær frí frá vinnu á mánudaginn svo við höfum góðan tíma saman hérna áður en ég kem heim aftur. Hafið það nú gott elskurnar mínar.... eitt er víst að ég mun alla vega hafa það súper gott - bæjó í bili.
... og þá bilaði bíllinn! Bara alveg dauður.... gerist ekkert.... Ekki rafgeymirinn - neibb!! Ohh well, þýðir ekkert að gráta það. Gutti og Birna eru svo ógeðslega næs að lána mér bílinn sinn á morgunn þar sem þau eru á tveimur bílum einmitt núna... þannig að þau redda mér alveg. Svo bara flýg ég af landi brott á föstudagsmorgunn og læt bílinn í hendur viðgerðamanna sem vita hvað þeir eru að gera - hehe. Vona svo bara að þetta sé minniháttar bilun sem kostar ekki mikið ("yeah right") og að hann verður tilbúinn þegar ég kem tilbaka - hmmm ??
Það styttist í Svíþjóðarför mína - ég er líka voða spennt Annars er maður bara að ganga frá öllu í vinnunni... útskrifa einhverja og ákveða hverjir halda áfram í meðferð hjá stelpunum. Á fimmtudaginn verður maður svo að vera doldið grand á því og mæta með eitthvað góðgæti - svona til að þakka fyrir sig..... enda hefur dvölin þarna verið frábær aldrei skemmt mér jafn mikið í verknámi fyrr! Fannar er rosa spenntur yfir því að fá að vera hjá Sigga afa og Sirrý ömmu í heilar 5 nætur. Það er alla vega það spennandi að hann er ekkert að böggast yfir því að fá ekki að koma með til Svíþjóðar. Ég reyni nú líka að gera ekki of mikið mál úr þessu við hann. Tímaskynið er heldur ekki alveg þroskað! Hann veit að pabbi sinn kemur í sumar en hann veit bara ekki hversu langt er í sumarið .... en hann er barasta sáttur við þetta allt saman. Stundum gott að vera fjögurra ára og áhyggjulaus
Ahhhhh - helgarfrí
Þá er það búið Mér gekk mjög vel... alla vega sögðu stelpurnar að ég náði vel ! Það er mikill léttir yfir mér núna og er ég núna farin að hlakka til að fara til Svíþjóðar. Annars sprakk á bílnum í dag þegar ég var á leið heim úr vinnu. Mamma reddaði mér alveg og kom og sótti mig... ég var orðin allt of sein að sækja Fannar á leikskólann. Svo kom pabbi og reddaði mér alveg - líka - hjálpaði mér að skipta um dekk... sem by the way ég hef aldrei gert áður.... ekki einu sinni séð það gert fyrr Þetta fór því allt vel og nú er búið að laga dekkið og það komið undir bílinn aftur og varadekkið komið í skottið.
Kærulaus!! Nú er ég búin að skila lokaklíník skýrslunni - phúú það var doldið erfitt að skila henni frá mér... manni finnst maður endalaust geta lesið yfir aftur og bætt eitthvað. Aftur á móti nenni ég ekki að gera neitt núna - alveg kæruleysið uppmálað Ég er alla vega nokkuð ánægð með það sem komið er og verður restin bara að koma í ljós - djísuss ... doldið stressandi. Það verður gaman gaman gaman þegar þetta verður búið Fannar er kominn með algjöra litadellu þessa dagana. Hann hefur aldrei haft mikinn áhuga á að dunda sér yfir litabókum og hefur maður alltaf þurft að sitja yfir honum og helst lita myndirnar fyrir hann. Hann á alveg fullt af litum og nokkrar litabækur - en aldrei sýnt þeim neinn áhuga... fyrr en nú allt í einu. Er rosa duglegur að lita og finnst það voða gaman... skondið
Fannar litli veikur ... fór með hann á læknavaktina í gærkvöldi og hann var þá kominn með eyrnabólgu. Hann hefur ekki fengið eyrnabólgu síðan hann var tveggja ára og fékk rör í eyrun. Alla vega þá erum við heima í dag út af þessu. Hann er nú voða hress - fær bara verkjastíla og þá er allt í góðu Mamma reddaði mér algjörlega áðan. Hún kom og sat yfir Fannari á meðan ég skaust til að hitta klíník "sjúklinginn" minn í síðasta sinn fyrir prófið. Annars hefði þurft að fresta prófinu á fimmtudag.... og það vil ég alls ekki - vil bara ljúka þessu af!!
Hamingjuóskir fá.... Gutti og Birna fyrir nýju íbúðina sem þau eru nýflutt í Ragnar Guðbjartsson því hann er 33 ára í dag Þorsteinn Magnússon því hann verður 33 ára á morgunn ... og að lokum ég og Helgi þar sem búið er að ganga frá leiguhúsnæði okkar
Stressandi dagur Ég hitti klíník skjólstæðinginn minn í gær - frekar flókið tilfelli og ég "doldið" stressuð fyrir vikið. Hún átti svo að hitta mig aftur í dag og ég (enn) "doldið" stressuð og búin að reyna að undirbúa mig eins og ég mögulega gat en svo barasta hringdi hún og var VEIK! Ansans - þetta þýðir að ég get ekki unnið neitt í þessu um helgina og það er frekar slæmt. Ég var rétt hálfnuð með skoðun þannig að ég get auðvitað ekki ákveðið markmið og meðferð o.þ.h. og get þ.a.l. ekki heldur gert klíníkskýrsluna... damn Jæja, ég mun alla vega eiga rólega helgi hehehe. Helgi mun, á morgunn, hitta fólkið sem á húsið sem við ætlum að leigja næstu tvö árin (eða u.þ.b.). Ég vona bara að ég fái tækifæri á að skoða húsið þegar ég fer til Svíþjóðar eftir tvær vikur. Við munum alla vega rölta þarna framhjá en ég vil auðvitað líka sjá inn í húsið
Lífið gengur sinn vanagang þessa dagana. Það er alveg brjálað að gera hjá mér í vinnunni. Mér finnst það voða gaman en það er nú orðið slæmt þegar ég fæ hádegismatinn minn klukkan þrjú og hef fimm mínútur til að koma honum ofaní mig!! Það styttist og styttist í þessa hræðilegu lokaklíník - það þýðir líka að það styttist og styttist í að hún verði búin..... algjör Pollýanna!!
Þá er hann farinn enn einu sinni. Þetta er því ekki mikill gleðidagur Í tilefni dagsins er teljarinn auðvitað endurstilltur. Það er nú ansi stutt þangað til ég hitti Helga aftur en Fannar hittir ekki pabba sinn aftur fyrr en í byrjun júní.
Ég hef ekki nennt að blogga mikið undanfarið enda Helgi hjá okkur og margt betra við tímann að gera en hanga fyrir framan tölvuna. Lífið gengur bara sinn vanagang - ég í verknámi og Fannar á leikskólanum, Helgi dundar sér svo eitthvað hérna heima á daginn. Ég tek lokaklíníkina mína 18. mars og byrja ég að undirbúa hana í næstu viku. Smá stress við tilhugsunina en reyni að gera lítið úr þessu eins og er.... guð má vita að ég verð nógu stressuð þegar þar að kemur!!! Helga tókst að brjóta bílstjórasætið í bílnum okkar í dag.... var eitthvað að teygja sig aftur og bara crash ... sætisbakið gaf sig - brotið!! Hmmm krafturinn í þessum manni.... eða er hann bara svona rosalega þungur?? Alla vega þá ætlar hann að leita að nýju sæti á partasölu á morgunn en ef þið eigið eitt stykki endilega látið okkur vita.... híhí. Guðlaug og Svenni voru að banka upp á - best að sinna gestunum, bæjó.
Fannar litli var Tumi tígur á öskudaginn