Komin aftur til landsins
Gott að sjá Fannar aftur en leiðinlegt að kveðja Helga enn eina ferðina . Þessu fer nú senn að ljúka - eftir 8 vikur og eitt bs verkefni!! Við erum búin að versla ansi mikið af flugmiðum síðustu daga - flytjum út 23. júní og svo erum við að fara til Spánar í lok maí í heilar 2 vikur íííhhhaa... hlakka mikið til.
Ég skoðaði húsið sem við munum leigja í Svíþjóð - og leist mér mjög vel á. Ég tók meir'að segja nokkrar myndir sem ég set á netið fljótlega.
Fjáröflunin okkar er líka í fullum gangi. Núna er ég að basla við að hringja í fyrirtæki og stofnanir til að athuga hvort einhver hafi áhuga á að auglýsa í blaðinu okkar. Erum s.s. að gefa út blað - Þrymil - sem er útskriftarblað sjúkraþjálfaranema. Ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert.... verð líklega aldrei góður sölumaður!?