Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2004
Ekki er nú mikið að frétta Neibb - eiginlega barasta ekkert að frétta. Bara sama sagan, við Fannar dúllum okkur eitthvað á daginn.... fer eftir veðri hvað við nennum að gera. Ég er nú þó farin að hreyfa mig reglulega - ætla nefnilega að koma mér í gott form svona í eitt skipti fyrir öll og reyna svo að halda því.... en ekki hætta eins og bjáni (eins og ég geri alltaf!). Við sendum leikskólaumsókn í póst í morgunn svo það verður spennandi að sjá hversu fljótt við fáum pláss. Það er alveg fullt af leikskólum hér í nágrenninu en einn sem er einstaklega nálægt. Auðvitað vonumst við til að fá pláss þar en ætlum þó til öryggis að sækja um á einum einkaleikskóla sem er líka hér rétt hjá (en þó lengra í burtu en hinn). Við lentum í smá maura ævintýri í gær. Fannar var búinn að sjá tvo maura á stangli inni í einu herberginu á neðri hæðinni. Svo þegar ég fór að skoða þetta betur voru nokkrir eitthvað að vesenast upp með veggjunum í herberginu. Við brugðumst auðvitað skjótt við - ég vopnum...
Nú er ég sko södd.  Ég var nefnilega svooo dugleg áðan.... ég bjó til rabbarbaraböku eftir kvöldmatinn (og notaði auðvitað rabbarbarann úr garðinum) - og hún var æðislega góð með ís auðvitað.  Ég er orðin svooo mikil húsmóðir!!!!  Byrjuð að æfa mig fyrir afmælisveisluna hans Fannars. Okkur tókst að kaupa okkur rúm í gær... jibííí.  Við erum rosa ánægð og hlökkum til að fá það sem verður vonandi á föstudaginn.  Okkur tókst reyndar líka að versla smá (!) í IKEA... keyptum kommóðu, geisladiskastand og lítinn bókaskáp.  Nú erum við líka að verða sátt við húsgagnakaupin og getum líklega tekið okkur smá pásu. Fannar fór í klippingu í dag.  Yfirleitt er það nú kannski ekkert fréttnæmt nema að hann kom út úr hárgreiðslustofunni með blátt hár... hehe og ógeðslega ánægður.  Hárgreiðslugaurinn spreyjaði s.s. bláu spreyi í toppinn á honum.... sem var náttúrulega greiddur upp í loft.... ohh hvað minn var mikill töffari.  Svo var auðvitað mynd...
Í dag fær Helgi aðeins að sofa út - Fannar er að borða morgunmat og ég er sest við tölvuna (aðeins að sýna ykkur að ég er ekki alltaf sofandi !) Gærdagurinn var rosa skemmtilegur.  Við heimsóttum Sigurð Yngva og Sunnu og þangað komu einnig fleiri Íslendingar sem við þekkjum hér á Stokkhólmssvæðinu.  Við grilluðum saman og drukkum bjór og hvítvín.  Nokkrir í hópnum voru nú komnir ágætlega í glas þegar við hjóluðum heim um ellefu leytið.  Fannar er rosalega duglegur að hjóla en í gærkvöldi, þegar orðið var dimmt, var fjarlægðarskynið ekki alveg í lagi og datt hann tvisvar á hjólinu.  Hann hjólaði meira að segja beint á kant sem hann bara einfaldlega sá ekki... meiddi sig soldið en sem betur fer jafnaði hann sig fljótt og hélt svo bara áfram. Í dag stefnum við á að fara í rúm-leiðangur.  Sigurður Yngvi og Sunna ætla að lána okkur bílinn sinn til að gera okkur þetta aðeins auðveldara fyrir.  Ég vona bara að við finnum eitthva...
Undanfarnir dagar hafa verið mjög rólegir... svo sem engar nýjar fréttir.  Helgi vinnur áfram mikið en hann er á vakt í kvöld og ætlar hann jafnvel að sofa uppi á spítala í nótt þar sem hann þarf að mæta aftur kl. 8 í fyrramálið.  Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að hann fær  heilt  helgarfrí núna um helgina... það fyrsta síðan við fluttum... þannig að það er mikið planað um helgina. Ég hitti hana Eddu mína í vikunni og hjálpaði henni aðeins að pakka.  Hún var að fara til Malasíu á vegum sjónvarpsfyrirtækis sem er að taka upp survivor þátt þar (sænskan survivor).  Hún á að "passa upp á" þátttakendurna eftir að þau hafa verið kosin úr keppninni.  En góðu fréttirnar eru samt þær að hún er farin á blogga ... alltaf gaman þegar nýir bætast í hópinn. Nú jæja, þar sem ekkert er að frétta er best að drífa sig út í garð í góða veðrið... bleeee
Fyrsti alvöru sólbaðsdagurinn   Jæja hvernig væri nú að blogga aðeins...! Það var frábært veður í gær... eiginlega besti dagurinn síðan við fluttum. Við Fannar hjóluðum í sund þar sem við hittum Sigurð Yngva, Sunnu og börnin þeirra. Við fórum í litla útisundlaug þar sem fólk mætir með nesti og breiðir úr sér í sólbaði á grasinu.... bara svona opið svæði þar sem ekkert kostar inn, mjög sniðugt og þægilegt.  Í gærkvöldi buðum við svo Sigurði Yngva, Sunnu, börnum þeirra og Jóa í grillaða hamborgara.  Grilluðum 12 hamborgara og hurfu þeir allir ofan í okkur.  Fannari fannst rosalega gaman að fá gesti og voru krakkarnir duglegir að leika sér uppi á lofti... líklega lengsti tíminn sem Fannar hefur eytt í herberginu sínu í einu síðan að við fluttum.   Helgi er búinn að vinna mikið undanfarið og heldur puðið aðeins áfram hjá honum... hann er á næturvakt á morgunn og svo aftur á vakt á fimmtudaginn.  En svo held ég að hann fái smá frí frá ...
Þá er ég búin að búa til nýtt myndaalbúm... svona alla vega til að byrja með - veit ekki alveg hvort ég held því eða finn eitthvað betra (?) Það eru s.s. komnar inn nýjar myndir með smá sýnishorni af húsinu okkar og hvernig okkur gengur að koma okkur fyrir. Hér finnið þið myndirnar.
Undanfarnir dagar hafa farið í að taka upp úr kössum. Ég er svo sem ekkert að stressa mig yfir þessu - geri þetta bara í rólegheitum enda af nógu að taka. Fólkið sem á þetta hús hefur skilað því svooo skítugu að helmingur tímans fer í að þrífa. Svo erum við líka að pakka drasli frá þeim sem þau hafa skilið eftir.... dót sem við megum nota!!! ... en höfum engan áhuga á að nota hmmm! Gamall og ljótur örbylgjuofn, ristavél, eitt glas hér og einn diskur þar og fleira smádrasl. Það er alla vega ljóst að það fer ekki mikill tími í að þrífa húsið þegar við flytjum héðan því ég mun skila húsinu í sama ástandi og við fengum það! En þrátt fyrir þetta nöldur í mér þá er farið að fara vel um okkur hérna og fer þetta að líkjast heimili okkar meira og meira með hverjum deginum. Fannar hefur verið doldið smeykur í húsinu svona galtómu - hann hefur ekki viljað fara upp á efri hæðina einn og vill helst alltaf vera hjá okkur. Þetta er sem betur fer að líða hjá og held ég að honum sé líka farið...
Sit úti í garði núna með tölvuna í bongó blíðu. Alveg frábært að geta setið úti með þráðlausa nettengingu og tölvu þar sem batteríið er í lagi..... löngu dautt batteríið í tölvunni gömlu sem ég var með á Íslandi. Ég fann gamla risastóra vatnsbyssu í bílskúrnum rétt áðan og það er að gera mikla lukku hér í garðinum. Fannar skemmtir sér mikið við að bleyta pabba sinn og ekki finnst honum verra að blotna aðeins sjálfur - híhí. Annars vorum við að koma úr enn einum verslunarleiðangrinum!! Við vorum að fjárfesta í eitt stykki sófa. Við keyptum sófann í Mio og heitir hann Coffee. Maður setur í raun saman sinn eigin sófa - það er þannig möguleiki á nokkrum týpum af örmum og nokkrum týpum af sófa fótum og auðvitað hellingur af áklæðum. Við byrjuðum á að kaupa sofa fyrir 2,5 manns í ljósgrænum lit en ætlum svo bara að bæta við seinna.... líklega tveimur stólum (fyrir 1) og kannski líka auka fótapullu. Þar sem að maður setur sófann saman sjálfur fáum við hann ekki fyrr en í lok ág...