Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2003
Allt gengur vel hjá okkur Eddu núna - við erum búnar með fyrsta uppkast að úrdrættinum og núna erum við að basla við að fylla út umsókn til vísindasiðanefndar . Það er nú meira mausið! Fannar farinn til Keflavíkur og ég laus og liðug í kvöld. Það er svo matarklúbbur annað kvöld - rosa gaman - hlakka rosa til - Helgi kemur á morgunn - rosa gaman að hitta hann loksins aftur - hlakka rosa til........ SEM SAGT EINTÓM GLEÐI OG HAMINGJA hehe.
Undanfarnir dagar hafa verið ansi erfiðir - eiginlega algjört hell! Ég held að við Edda séum búnar að lesa einar 30 rannsóknargreinar á þremur dögum og erum núna loksins komnar með markmið fyrir bs rannsóknina okkar. Puhh - mikill léttir. Við ætlum að vera með þrjá mænuskaðaða einstaklinga í upphengisþjálfun á göngumyllu og mæla svo áhrif þjálfunar á skreflengd og skreftíðni - og þar með líka skoða þátt gönguhraða á þessa þætti.... flókið mál og nenni ég ekki að ræða það frekar hér og nú. Vona bara að ég nái að klára þetta áður en Helgi kemur til landsins - eiginlega algjört must! Fannar er farinn að hlakka til og er hann alveg með á hreinu hvenær pabbi kemur heim Hann ætlar að fara til Ernu ömmu á morgunn eftir leikskólann og fá að vera í Keflavík þá nótt - þá get ég sett mig 100% í verkefnið.... það gæti orðið vinna fram á nótt Eeeen þetta á nú samt allt eftir að fara vel..... mikið djö.. er ég bjartsýn Nú væri Edda sko ánægð með mig (ég er nefnilega stressaði aðilinn í þ...
Ég er alltaf eitthvað að fikta við þetta blogg Það mætti halda að ég hefði ekkert annað að gera
Fannst síðan eitthvað svo litlaus þannig að ég ákvað að bæta aðeins af litum inn á hana..... hún er nú kannski aðeins of væmin?? Það vottar fyrir áhrifum frá landi Svíanna.... það var þó ekki með vilja gert Ég fór að partýast á föstudaginn og það var svona líka svaka gaman.... saup líka seiðið af því daginn eftir - hehe!! Í dag er ég svo búin að vera svaka dugleg að Bs. verkefnast. Aumingja Fannar hefur ekki fundist ég vera neitt skemmtileg því hann þurfti að hangsa með mér í allan dag held að hann hlakki ekkert smá til að komast í leikskólann á morgunn. Best að fara að pota sér í bólið - góða nótt
Við nemarnir á Reykjalundi vorum voða vinsæl í dag. Við tókum okkur til og buðum upp á góðgæti í hádeginu þar sem við erum nú að hætta. Þessu var auðvitað tekið voða vel enda er svo sem hefð fyrir þessu. Ég var svo ekkert smá dugleg þegar ég kom heim. Dreif mig bara strax í að ryksuga og skúra - ekki uppáhaldsverkið mitt... en það kemur að því að manni blöskrar skíturinn!! Það er alveg ótrúlegur sandur sem fylgir þessu barni mínu - það er sandur alls staðar - nýbúin að skúra og strax kominn sandur undir klóið Enda þegar ég kom á leikskólann að sækja drenginn var hann að gera kollhnís í sandkassanum... ekki bara einu sinni..... hmm kannski ekki skrítið þetta með sandinn Nú er ekki meira en rúm vika í kallinn . Við Fannar erum farin að telja niður saman. Hann á erfitt með að skilja tímann í vikum en um leið og hægt er að telja frá 10 og niður þá er hann alveg með á nótunum. Kveð í bili - hér bíður lítill maður sem vill líma orku dagsins í orkubókina
Þessa dagana er ég nú bara að klára alla pappírsvinnu á Reykjalundi. Verkmenntakennari minn verður ekki í vinnu á föstudag svo allt verður helst að vera klappað og klárt fyrir fimmtudag. Svo ætla ég nú barasta að skella mér í bekkjarpartý á föstudagskvöldið...... Rósa á afmæli í dag - til hamingju stelpa ...... og verður það tilefni bekkjarpartýsins. Hlakka ekkert smá til Hmmm ég má bara ekkert vera að þessu pikki..... best að fara að pikka inn einhverjar viturlegar og gagnlegar upplýsingar
Fannar er farinn í pössun til Keflavíkur. Hann verður þar alla helgina (ég er nú eiginlega strax farin að sakna hans ). Amma ætlar að fara með hann í Bláa lónið og hann var sko ekki óánægður með það Ég ætla að vera voða dugleg um helgina og lesa og læra heil ósköp Alltaf að reyna að troða meiri vitneskju inn í þennan litla haus! Það er auðvitað alltaf jafn skemmtilegt á Reykjalundi og er nú bara ein vika eftir af verknáminu.... mikið hefur þetta liðið hratt... og núna bara tvær vikur í Helga Það þýðir líka að það er tvær vikur í skil á úrdrætti um Bs. verkefnið - uuhhh það fer hrollur um mig við tilhugsunina..... eeeen ætla að vera rosa dugleg um helgina. Þar til næst
GÓÐAR FRÉTTIR Helgi er búinn að fá vaktafrí yfir jólin þannig að hann kemur til landsins þann 23. desember og fer aftur 4. janúar.... ekki slæmt - verður heima jól og áramót Við erum strax farin að tala um hvernig við ætlum að hafa jólin - ætli við verðum ekki bara þrjú á Eggertsgötunni á aðfangadagskvöld
Síðasta helgi var algjör leti helgi frá skólabókum.... og svo var ég bara með samviskubit yfir því alla helgina! Rosalega getur maður verið bilaður .... auðvitað á maður að njóta þess í botn þegar maður tekur sér svona frí og ekki sífellt að vera að líða illa yfir því.. hmmm! Ég gat svo ekki mætt á Reykjalund í morgunn þar sem ég náði á einhvern ótrúlegan hátt að festa mig svona rosalega í hálsinum og vinstri öxlinni að ég bara gat varla hreyft mig En eftir að hafa tekið Voltaren Rapid jafnaði ég mig að mestu og mætti samviskusöm til vinnu um hádegisbilið.... með stífan háls en gat þó lyft hendinni. Er núna með einhverja hreyfiskerðingu og verk í hálsinum en það vonandi jafnar sig á næstu dögum. Við Fannar erum búin að vera að bera klósettpappír og eldhúspappír inn og út úr bílnum í dag, Fannar var ekkert smá duglegur og fannst þetta greinilega mjög gaman. Núna er sko enginn smá stafli af pappír í stofunni heima sem ég þarf að keyra út í vikunni. Mest af þessum pappír fer til ...
Fór á fyrirlestur í gærkvöldi um næringarfræði Þetta var fyrirlestur sem var á vegum Heilsuráðgjafar og FNÍS (félag nema í sjúkraþjálfun). Þar sem ég sótti þennan fyrirlestur - og er á fjórða ári, get ég nú sótt um stöðu einkaþjálfara hjá World Class (ef ég hef útlitið með mér.... hef heyrt að það skiptir miklu máli hjá WC!! ). Hmm... ekki fór ég nú samt á þennan fyrirlestur með það í huga. Ég verð nú samt að segja fyrir mitt leyti að ég lærði ekki mikið nýtt í gær en það verður líklega annar fyrirlestur um fæðubótarefni seinna.... það verður sennilega fróðlegur fyrirlestur. Ég kom mjög vel út úr klíníkinni minni í gær. Kennari okkar hitti hvert okkar í dag og ræddi kosti og galla í klíníkinni. Ég er mjög sátt við mína frammistöðu Nú er einungis 3 vikur þangað til Helgi kemur Við ætlum að fara í matarklúbb í Keflavík daginn sem hann kemur til landsins.... það verður pottþétt rosa stuð Nú er sko kominn háttatími
ÍÍÍHAAA - þá er þetta búið.... gekk bara vel
Buið að vera brjálað að gera í morgunn - á nú bara frí núna vegna þess að það var einn sem afboðaði sig. Það er klíník kl. 8.15 á morgunn og er nú svolítið stress í kringum það núna Skýrslan er þó næstum búin og nú er bara að læra hana utanað (hehe). Gvuuð hvað ég verð fegin þegar þetta er búið... ég er samt búin að læra alveg helling á þessu. Fannar er alltaf jafn hress... honum finnst svo gaman á leikskólanum þessa dagana. Ég á helst að fara sem fyrst og kem allt of snemma að sækja hann!!! Hann byrjaði í kór í síðustu viku og hittist kórinn alltaf í 20 - 30 mín. á fimmtudögum. Það fyndna við það er að fóstran hans sagði að hann hafi ekki haft neinn áhuga á kórnum fyrir hálfu ári síðan en.... núna bara vildi hann koma - algjör rúsína. Í kórnum eru bara börn fædd 1999. Verð að kveðja - það er verið að bíða eftir tölvu hérna.... Bæjó
Búin að standa í kolaportinu í allan dag - frá hálf ní­u í morgunn til rúmlega fimm. Ég er alveg gjörsamlega búin í fótunum. Það var komið að mér og fjórum öðrum úr bekknum mínun að fara í kolaportið. Þetta er s.s. ENN ein fjáröflunarleiðin okkar (hehe). Þetta gekk alveg glimrandi vel hjá okkur - það er alveg ótrúlegt hvað fólk kaupir af drasli! Við í bekknum höfum verið að safna dóti og fötum úr geymslum hjá fjölskyldu og vinum. Þetta fer svo allt í kolaportið og við seljum dótið á slikk. Árangur dagsins var 21. þús. og þá vorum við búin að borga fyrir básinn okkar yfir helgina en það kostaði okkur 7600 krónur - við náðum því að selja fyrir 28 þús. og 6 hundruð.... ekki slæmt. Við vonum svo auðvitað að morgunndagurinn verði jafn góður Þetta er voða gaman og ég mæli með þessu fyrir þá sem nenna að hafa fyrir þessu. Síðast þegar ég fór í kolaportið græddum við 40 þús. yfir helgina þannig að ef maður er með ágætis "drasl" þá er þetta ágætis tímakaup. Athugið að allt...
Fékk nú doldið leiðinlegar fréttir frá Helga í gær... það er bara alls ekki víst að hann fái vaktafrí yfir jólin Það er þá bara að krossleggja alla fingur og allar tær og vona það allra besta. Það eina góða við það að hann þyrfti að vinna jólin er að þá fær hann örugglega frí á jónsmessu (midsommar) en það er ein mesta ferðahelgi Svía.... ég á sem sagt að útskrifast um þetta leytið og þá vil ég auðvitað að kallinn komi til landsins!! Þetta hefur allt sína kosti og galla Fannar er byrjaður að "safna orku" en hann fékk senda orkubókina og við erum búin að líma inn orkuskammtínn fyrir daginn samviskusamlega. Honum finnst þetta voða spennandi og talar núna um hvaða matur er hollur og hvaða matur er óhollur - þetta er sko alveg að virka fyrir börnin Jæja best að drífa sig í skýrslugerð... það er búið að ákveða klíník á fimmtudag eftir viku... þannig að nú er það bara kaffið og seta við tölvuna sem gildir