Síðasta helgi var algjör leti helgi frá skólabókum.... og svo var ég bara með samviskubit yfir því alla helgina! Rosalega getur maður verið bilaður .... auðvitað á maður að njóta þess í botn þegar maður tekur sér svona frí og ekki sífellt að vera að líða illa yfir því.. hmmm! Ég gat svo ekki mætt á Reykjalund í morgunn þar sem ég náði á einhvern ótrúlegan hátt að festa mig svona rosalega í hálsinum og vinstri öxlinni að ég bara gat varla hreyft mig En eftir að hafa tekið Voltaren Rapid jafnaði ég mig að mestu og mætti samviskusöm til vinnu um hádegisbilið.... með stífan háls en gat þó lyft hendinni. Er núna með einhverja hreyfiskerðingu og verk í hálsinum en það vonandi jafnar sig á næstu dögum.
Við Fannar erum búin að vera að bera klósettpappír og eldhúspappír inn og út úr bílnum í dag, Fannar var ekkert smá duglegur og fannst þetta greinilega mjög gaman. Núna er sko enginn smá stafli af pappír í stofunni heima sem ég þarf að keyra út í vikunni. Mest af þessum pappír fer til ...