Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2003
Þetta hefur verið góður lestrardagur - við Edda kláruðum umsóknina okkar (alla vega til yfirlestrar!) og ég náði að lesa tvær heimildir fyrir ritgerðina mína í íþróttasjúkraþjálfun. Ég ætla að skrifa um "Female athlete triad" eða kvenna þrennuna (átröskun, tíðateppa og beinþynning)... spennandi, finnst ykkur það ekki? Ég er nú farin að hlakka til að sjá hann Fannar minn á morgunn - enda er hann búinn að vera ansi lengi að heiman. Ég ætla að nýta fyrripartinn í lestur og bruna svo eftir litla manninum seinnipartinn Kveð að sinni, Sara.
Þá er Fannar farinn til Keflavíkur enn eina ferðina.... og ég á fullu í skólanum. Við Edda erum að reyna að klára allt pappírshafið sem þarf að fylgja umsókninni til vísindasiðanefndar... eða réttara sagt siðanefndar landspítalans - þær eru tvær, en við eigum að skila til landspítalans þar sem rannsóknin okkar fer fram gegnum spítalann. Þetta er ótrúlegt vesen og mikil vinna ... það var svosem búið að segja okkur það!! Ég er alveg að drepast úr harðsperrum þessa dagana - geng um eins og einhver gæs og get varla hreyft mig fyrir sársauka. Við ákváðum þess vegna að hvíla okkur frá lyftingunum í hádeginu í dag en ætlum að mæta gallvaskar á morgunn - þetta er bara svo gaman Jæja dúllurnar mínar best að drífa sig í mat til mömmu og pabba (híhí - pabbi ætlaði nú ekki að vilja bjóða mér í mat þegar hann frétti að Fannar væri í Kefló ) og halda svo áfram með umsóknina - kveð að sinni.
Setti inn á síðuna upplýsingar um veðrið í Reykjavík (sá þetta hjá þér Bergrós ). Helgi! Nú getur þú séð hvernig veðrið er hjá okkur
GULLKORN Hehe - var að lesa fyrir Fannar áðan, sögu um Ripp, Rapp, Rupp og Andrés Önd. Minn maður spyr mig svo í sakleysi sínu... - er engin mamma í þessari sögu?
Jájá... nú er maður bara farinn að lyfta lóðum í hádeginu. Við Edda skelltum okkur með strákunum í bekknum að lyfta í Valsheimilinu - Þeir eru ótrúlega duglegir að fara allfaf í hádeginu. Nú ætlum við sem sagt að fá að vera með Þetta er lí­ka ótrúglega góð nýting á tíma þar sem hádegin fara alltaf í eitthvað hangs hvort sem er. Nú svo er mín bara búin að kaupa jólagjöfina handa kallinum en það er náttúrulega algjört leyndarmál - hí­hí. Að öðru leyti læt ég Helga sjá um allar jólagjafir - ég efast meira að segja um að ég nái að skrifa jólakort þetta árið! Þetta er alltaf sama sagan hver jól... aldrei tími í jólakökubaksturinn... jólakortin... jólagjafakaup á síðustu stundu - kannast einhver við þetta??? Annars er nú ekki hægt annað en að komast í smá jólaskap með allan þennan snjó í kringum sig Við Edda fengum annars þær "gleðifréttir" að við þurfum að skila inn umsókn okkar til vísindasiðanefndar fyrir næstu helgi. Það verður aftur á móti mjög gott að skila þes...
Við Fannar gerðum heiðarlega tilraun til að fara út að hjóla áðan! Við vorum búin að búa okkur æðislega vel - með hjálma og allt - fórum út í hjólageymslu eeeen afturdekkið á hjólinu hans Fannars var alveg loftlaust. Nú þá var ekki annað hægt að gera en fara með hjólið á næstu bensínstöð og pumpa í dekkið.... eeen það lak strax allt loft úr því. Þannig að við urðum að hætta við - dekkið gjörsamlega sprungið Nú er Fannar að horfa á eina af vídeóspólunum sínum og ég ætla að demba mér í að klára sálfræðiritgerðina - því fyrr því betra!
Ég fór á tónleika í gær á Nasa - svaka stuð. Skellti mér með mömmu, Guðlaugu (litlu systir), Röggu (frænku) og Maríu Júlíu (frænku) á útgáfutónleikana hennar Heru . Súkkat hitaði upp - þeir voru svaka góðir (hugsaði mikið til Helga þegar þeir voru á sviðinu þar sem hann fílar þá í botn) og svo var Hera auðvitað frábær. Mikið rosalega reyktu margir á tónleikunum - við fórum út algjörlega útúr reyktar.... hef örugglega reykt heilan pakka í óbeinum reykingum! Fannar er núna í Kefló þannig að ég ætla að demba mér í lesturinn. Þar til næst - bæjó
Mikið asskoti er ég búin að vera dugleg.... tók æfingu í gær og í fyrradag - og ætla að taka eina æfingu á eftir Nú er sko að koma sér í kjólinn fyrir jólin (híhí) Ég virðist hafa smá tilhneigingu til að taka mér langar hvíldir frá þjálfun... svona af og til! Svo þegar ég loks byrja aftur þá skil ég ekki hvers vegna ég hætti.... ooohh ég meina hvíldi Fannar fer til Ernu ömmu og Hjartar afa á morgunn og verður hjá þeim fram á laugardag. Það er nú ekki hægt að segja annað en að familian sé dugleg að aðstoða okkur og erum við gríðarlega þakklát fyrir alla þessa hjálp Fannar fer svo á Dýrin í Hálsaskógi með Sirrý ömmu og Sigga afa á laugardaginn..... jájá það er dagskrá hjá litla manninum - enda vinsæll mjög Ég var nú eitthvað að pæla í að fara í vísindaferð á föstudag en ég held ég notfæri mér bara tímann til að læra þar sem maður hefur svona svaka fína pössun... það er nú ekki annað hægt. Nóg um það - komin tími fyrir æfingu...
Jæja þá er blessaði fyrirlesturinn búinn - púúhh... rosalega fegin því. Fannar litli er búinn að vera með Sirrý ömmu og Guðlaugu frænku alla helgina - mikil hjálp í því Nú þarf maður bara að setja sig í gírinn fyrir næsta verkefni... ég fæ þá alla vega að lesa eitthvað skemmtilegt - eins og t.d. íþróttasjúkraþjálfun Núna ætla ég aftur á móti að taka eina góða æfingu og leggjast svo í leti fyrir framan imbann.
Það er sko STÓR ástæða fyrir því­ að ég fór ekki í nám í sálfræði..... einfaldlega það að mér finnst þetta fag óskaplega leiðinlegt! Núna er ég sem sagt á fullu að lesa þetta fag en ég er í áfanga sem heitir afbrigðileg sálarfræði! Ég á að kenna einn kafla úr kennslubókinni - sem fjallar um kvíðasjúkdóma - og til að bæta aðeins við þetta einstaklega "skemmtilega" fag þá á ég LÍKA að skrifa ritgerð um efnið... guð hjálpi mér Þetta er ég búin að vera að gera undanfarna daga.... Það er því ekki búið að vera neitt gaman hjá mér Ég á að halda fyrirlesturinn á mánudaginn og ég er nú ekki enn byrjuð á honum - ætla að byrja að pikka hann inn á morgunn.... hlakka til þegar þetta verður búið Best að fara að pota litla manninum í háttinn... og halda svo áfram að lesa um kvíðasjúkdóma!!
Voðalega dapur og rólegur dagur. Matthildur er í heimsókn hjá Fannari og ég er bara eitthvað að hangsa.... hef mig ekki í að byrja að læra Nenni ekki einu sinni að pikka meir.
Þá fer sæludögunum senn að ljúka - það ríkir því mikil sorg á þessum bæ Helgi fer s.s. í fyrramálið! Þessi vika okkar er búin að vera alveg frábær og auðvitað hefur hún flogið áfram, ég er búin að setja allan lærdóm á pásu og hef sko ekkert samviskubit yfir því..... Nú þarf ég s.s. að vera súper dugleg - þetta er nefnilega verkefnaönn frá helv... (afsakið orðbragðið). Alla vega nóg um það. Við skelltum okkur í bíó áðan, litla fjölskyldan, og sáum myndina " Stórmynd Grísla ". Við vorum rosa heppin þar sem lítill strákur sem sat fyrir aftan okkur fékk ælupest og munaði engu að hann ældi yfir Fannar litla - hann náði að æla aftan á sætið hans Engu að síður góð ferð Svo er AFTUR búið að bjóða okkur í mat og skellum við okkur til mömmu og pabba og fáum alveg örugglega eitthvað rosa gott að borða. Við höfum einungis eldað sjálf heima tvö kvöld frá því Helgi kom til landsins... alltaf eitthvað um að vera og mjög gaman að því Komið að því að demba sér í mat... kveð í b...
Nenni nú ekki mikið að skrifa þessa dagana. Við reynum að nýta dagana alveg í botn enda núna bara 3 dagar þangað til Helgi flýgur aftur til Svíþjóðar Við áttum alla vega voða notalegan dag í dag. Það var bara einn fyrirlestur hjá mér og ákvað ég því bara að sleppa honum. Við fórum svo aðeins í bæinn og skelltum okkur svo í sund þegar við vorum búin að sækja litla manninn á leikskólann. Honum finnst svo gaman að fara í sund enda er hann voða klár og langt í frá að vera eitthvað vatnshræddur - svamlar bara um eins og einhver fiskur. Ætlum svo enn og aftur að bruna til Keflavíkur en á morgunn er búið að bjóða okkur í kvöldmat - ekta fiskibollur hjá Ernu tengdó Núna ætla ég aftur á móti að leggjast fyrir framan imbann og horfa á ER (bráðavaktin) sem við erum búin að taka upp
Búin að sitja á skólabekk í allan dag. Það er nú svolítið erfitt að byrja fyrsta skóladaginn á að sitja á rassinum frá átta til fjögur og eiga að glósa voða mikið og vera einbeittur... tímarnir eru ekkert smá lengi að líða og langt í kaffipásurnar. Á morgunn ætlum við að bruna til Keflavíkur en Badda á afmæli svo við látum okkur ekki vanta þar. Helgi er ekki enn farinn að hitta pabba sinn og ekki heldur Jóa þannig að þetta verður voða gaman fyrir hann
HELGI KOMINN TIL LANDSINS. Það var alveg frábært að sjá hann aftur og er Fannar auðvitað búinn að vera rosa kátur með þetta allt saman. Þeir feðgarnir skruppu út í bakarí að kaupa eitthvað góðgæti með hádegismatunum - Helgi hefur ekki bragðað íslenska kókóskúlu síðan hann fór til Svíþjóðar (uppáhaldið hans - híhí). Við Edda náðum að skila inn yfirliti okkar yfir BS verkefnið okkar á áætluðum tíma - við vorum rosa kátar með árangurinn enda um kjarnakonur að ræða hehe. Skólinn byrjar svo hjá mér á morgunn eeeen það er nú ekki víst að ég verði rosa dugleg að mæta í tímana þessa vikuna..... sjáum bara til með það Nú eru strákarnir mínir komnir aftur og ætla ég að fara að gæða mér á skinkuhorninu sem ég bað þá að kaupa.