Þetta hefur verið góður lestrardagur - við Edda kláruðum umsóknina okkar (alla vega til yfirlestrar!) og ég náði að lesa tvær heimildir fyrir ritgerðina mína í íþróttasjúkraþjálfun. Ég ætla að skrifa um "Female athlete triad" eða kvenna þrennuna (átröskun, tíðateppa og beinþynning)... spennandi, finnst ykkur það ekki?
Ég er nú farin að hlakka til að sjá hann Fannar minn á morgunn - enda er hann búinn að vera ansi lengi að heiman. Ég ætla að nýta fyrripartinn í lestur og bruna svo eftir litla manninum seinnipartinn
Kveð að sinni, Sara.