Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2004
Mig langar ekkert smá að fara á Korn tónleikana í lok maí..... en því miður verð ég í útskriftarferð á sama tíma Annars er auðvitað allt gott að frétta og alveg frábært að fá Helga aftur heim (í smá tíma!). Ég er ekki alveg að nenna að fara í verknámið á morgunn en verð víst samt að mæta - það hefur verið gert grín að því að ég verði "veik" alla næstu viku þannig að það er víst ekki hægt að nota það sem afsökun fyrir að mæta ekki.... það yrði alla vega ansi grunsamlegt En ég er auðvitað svo samviskusöm og dugleg að engum gæti nokkurn tímann dottið í hug að ég geri svoleiðis Nú má ég ekkert vera að þessu lengur og þarf að gera nokkrar skýrslur - bless í bili.
Hann er kominn!! Haldiði ekki bara að Helgi hafi birst heima hjá foreldrum mínum í gær ... alveg óvænt!! Okkur Fannari var boðið í kvöldmat þangað og við vorum ekkert smá hissa ... Fannar varð bara hálf feiminn - hann átti alls ekki von á að sjá pabba sinn þarna.... og ég ekki heldur Það kom svo í ljós að það voru bara foreldrar mínir sem vissu af þessu uppátæki en Helgi sagði pabba frá þessu þegar hann heimsótti Helga um daginn. Ætlum nú að demba til Keflavíkur og heilsa upp á tengdaforeldra mína og fáum eitthvað gott að borða þar. Þar til næst, Sara
Öskudagur á morgunn og á þessu heimili er lítill maður sem hlakkar rosalega til. Pabbi hans keypti Tuma tígur búning handa honum í Svíþjóð og er litli maðurinn gífurlega spenntur yfir því að fá að fara í honum á leikskólann Ég hélt fjáröflunarfund í kvöld og var liðið rétt í þessu að skríða út úr dyrunum. Við erum eiginlega búin að ákveða að fara til Spánar í útskriftarferð en það er enn verið að ákveða nákvæma staðsetningu... valið stendur milli þriggja strandbæja sem eru nálægt Barcelona. Ég er búin að ákveða að vera bara í eina viku þar sem undirbúningur fyrir Svíþjóðarför verður í hámarki á þessum tíma!! Svo vil ég einnig minnast á að við erum með útsölu á bolunum okkar þar sem við þurfum að losna við sem flesta fyrir 1. maí.... einhver áhugi??? Svo virðist vera að einn meðlimur PP sé að ganga í gegnum einhverja major erfiðleika.... er með heljarinnar skítkast á útvalda meðlimi klúPPsins!!! Kannski ættu suðurnesjaliðið að íhuga að útnefna Steina bílstjóra kvöldsins ...
Strax komið sunnudagskvöld Eina góða við það er að þá er enn styttra í Helga minn - fimm vinnudagar og svo..... Ég er búin að vera ógeðslega dugleg um helgina. Þvoði barasta og bónaði bílinn með góðri hjálp frá pabba - nú er bílinn aftur orðinn rauður en hann hefur ekki haft þann lit ansi lengi!! Svo varð náttúrulega aðeins að þrífa skítinn heima hjá mér.... alla vega yfirborðið Við förum í matarklúPP á laugardaginn og sé ég á síðum klúPPsmeðlima að undirbúningur er í hámarki. Dömurnar Guðrún og Munda ætla greinilega að detta verulega í það búnar að velta akstri kvöldsins yfir á Ragga greyið Arnar aftur á móti virðist ekki alveg vera tilbúinn að upplýsa þema kvöldsins... en Helgi er vinsamlegast búinn að leggja til að sænskt þema verði ekki fyrir valinu.
Ég fór í óléttusund í dag. Nei.... ég er ekki ólétt he..he.. Ég fékk bara að vera með þar sem annar verkmenntakennari minn er að byrja að kenna óléttuvatnsleikfimi. Þetta var alla vega voða gaman og alveg lúmskt erfitt. Annars er ég voða fegin að vera komin í helgarfrí og svo er bara vika í kallinn
Er vorið komið?? Mér er spurn.... ég hef rekist á tvær flugur í dag!! Ein fluga settist utan á einn gluggann uppi í Bata í dag og ég varð ekkert smá hissa á að sjá hana - nú og svo birtist barasta ein pínkulítil (svona mýflugulegt kvikindi) inni á klósetti hjá mér. Skrítið!
Alveg ótrúlegt hvað margir eiga afmæli í janúar og febrúar!! Í dag á Gróa frænka afmæli og auðvitað óska ég henni innilega til hamingju með daginn Það er alveg rosalega gaman í verknáminu. Mér finnst ég auðvitað ekki kunna neitt en kennarar mínir eru alveg frábærir Tvær stelpur sem eru árinu eldri en ég og útskrifuðust árið 2000.... ég endurtek - alveg frábærar! Svo er þetta auðvitað allt öðruvísi sjúkraþjálfun sem ég er að kynnast þarna - þarf yfirleitt að hugsa meðferðina allt öðruvísi heldur en t.d. á Reykjalundi þar sem mikið er af langvinnum vandamálum! Ég vil að lokum benda ykkur á að það eru einungis 9 dagar þangað til Helgi kemur í heimsókn - veiiii
Pabbi og Gutti eiga afmæli í dag og vil ég óska þeim báðum alveg innilega til hamingju með daginn
Ég skemmti mér alveg konunglega í gær. Borðaði góðan mat og dansaði og dansaði og dansaði..... dansaði svo mikið að ég er með harðsperrur í kálfunum núna!! Hmmm það gæti þó líka verið merki um hreyfingarleysi eeen..... Ótrúlegt en satt þá er heilsan bara búin að vera góð í dag. Alltaf gaman að geta farið á djammið án þess að finna fyrir því daginn eftir.... því miður er það þó sjaldnast þannig!!
Árshátíð í kvöld.... Það er komin smá tilhlökkun í mann en stuðið byrjar í Mósfellsbænum klukkan fimm í dag. Um sjöleytið verður svo haldið út í Hafnarfjörð þar sem boðið verður upp á hlaðborð og einhver hljómsveit mun svo spila fyrir dansi hehe. Fannar er líka að fara í veislu en hann er að fara í 5 ára afmæli til Matthildar á eftir og spyr hann núna á korters fresti hvað klukkan sé.... hann er s.s. voða spenntur
Það er voða gaman í verknáminu. Það er smám saman verið að bæta á mig vinnu og er ég komin með sjö einstaklinga í reglulega meðferð - ein ný kemur svo til mín á morgunn. Á laugardaginn fer ég á árshátíð og ég ætla að djamma alveg villt Það verður pottþétt svaka stuð.... ég er alla vega búin að ákveða það Það eina leiðinlega við þessar árshátíðir er að ákveða hvaða föt maður ætli að fara í... mér finnst svoooo leiðinlegt að vesenast í þessum fatamálum!! Ég hefði barasta helst vilja fara í gallabuxum en það er víst ekki viðeigandi og ekki nenni ég að fara að versla.... það er eiginlega bara leiðinlegt að versla þegar maður ÞARF að finna eitthvað!! Nú jæja ég pæli líklega bara í því á laugardaginn. Pabbi ætlar að heimsækja Helga á morgunn og verður í Stokkhólmi fram á sunnudag..... ég öfunda hann bara smá..... heh
Ég vil nota tækifærið og óska matarklúbbsgellunni og Keflavíkurmærinni Guðrúnu Karitas innilega til hamingju með daginn Þetta matarklúbbslið er orðið svo gamalt að við skulum ekkert vera að nefna neinn aldur að þessu sinni - múahahahahaha
Ótrúlegt hvað helgarnar eru alltaf fljótar að líða!! Barasta mánudagur á morgunn!! Við Fannar erum búin að gera ýmislegt um helgina. Skelltum okkur í sund í kuldanum á laugardaginn og fengum svo góðan mat um kvöldið hjá Sirrý ömmu og Sigga afa. Í dag fórum við svo aðeins út með sleðann og erum núna nýkomin heim frá Reykjanesbæ. Gunna amma og Hreini afi buðu allri familíunni í mat og þar var auðvitað stórveisla eins og þeim er einum lagið líkt Amma á afmæli á morgunn og var það tilefnið.... til hamingju með afmælið amma mín Jæja nú ætla ég að fara að horfa á uppáhalds þáttinn minn.... Nikolaj og Julie... sem ég tók upp áðan
NB. Þrjár vikur þangað til Helgi kemur
Fannar fór til tannlæknis í dag.... í fyrsta skipti. Hann var svooo duglegur - fékk gommu af límmiðum á handarbökin og svo auðvitað verðlaun úr skúffunni.... og auðvitað varð bíll fyrir valinu hehe. Allar tennur heilar og vantar enga
Vil óska Mundu innilega til hamingju með daginn .....og hef barasta ekkert meira að segja
Verknámið byrjað! Jájá komin á fullt.... það er töluvert meiri kröfur á manni á þessu tímabili - kannski ekki skrítið þar sem maður á að heita sjúkraþjálfari eftir þessa önn!!! Annars gekk bara ágætlega í dag. Tók á móti mínum fyrsta skjólstæðingi í dag og á morgunn fæ ég þrjá nýja í viðbót. Verknámskennarar mínir eru mikið með íþróttafólk og ófrískar konur í meðferð og fæ ég því að kynnast því, en að öðru leyti skilst mér að vinnan þarna sé mjög fjölbreytt... bara gott mál Ég er búin að fá allar einkunnirnar mínar og mér til mikillar gleði náði ég öllu með þokkalegum stæl.... ætti því að geta útskrifast í vor án mikilla vandræða..... svo framarlega að ég nái lokaprófinu í verknáminu og svo auðvitað Bs - hehe. Well... kveð að sinni, Sara
Það er svoooo kalt! Þegar það er svona kalt úti er svooo kalt heima... íbúðin nær bara ekki að halda uppi almennilegum hita þrátt fyrir að allir ofnar eru á blússi! Sit hérna í ullarsokkum og í tveim flíspeysum og það er samt hrollur í mér.... enda vita sumir að mér líður best í miklum hita híhí. Ég henti commenta kerfinu út af síðunni, það var eitthvað vesen með það. Það skiptir líkast ekki miklu máli enda var það nánast ekkert notað. Ég mun því líklega ekki eyða neinum tíma í að finna nýtt til að setja inn á síðuna... enda getiði bara commentað í gestabókina Nú eru ca. fjórar vikur þangað til Helgi kemur hlakka mikið til.