Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2004
Bloggheimurinn Mig langaði bara að koma þeim skemmtilegu fréttum til skila að Sunna og Sigurður Yngvi eru byrjuð að blogga Annars bara rólegheit hjá okkur í dag... erum að gera okkur klár til að kíkja á smá flakk. Kveð að sinni.
Heimsókn og skemmtisigling í vændum Gengur rosa vel á leikskólanum, Fannar er þar núna og sæki ég hann um tvöleytið (eins og í gær). Hann borðar morgunmat með krökkunum klukkan níu og svo kveður hann mig. Reynir svona smá að mótmæla en er svo samt alveg til í þetta.. hehe hann plummar sig vel. Kristinn ætlar svo að koma til okkar í heimsókn á eftir þar sem leikskólinn hans er lokaður eftir hádegi þannig að það verður stuð á þessu heimili á eftir þegar við sækjum Fannar. Helgi hefur nú ekki verið sá duglegasti að blogga undanfarið... hmmm hann þarf að taka sig á ef hann ætlar að ná að blogga fimm sinnum í þessum mánuði eins og hann var búinn að lofa. Annars er það að frétta af húsbóndanum á þessu heimili að hann er smátt og smátt að breytast í húsmóðir... sbr. bloggið hans (vil taka það fram að ég er ekki að kvarta ;). Hann ætlar þó að endurheimta hluta af karlmennsku sinni nú um helgina. Hann er nefnilega að fara í sólarhringssiglingu eingöngu ætluð karlmönnum um tvöleytið í dag...
Myndir Ákvað að skella inn myndum af bs. kynningunni og útskriftinni minni... njótið vel ef þið hafið áhuga :)
Í leikskóla er gaman Nú er Fannar litli á leikskólanum. Fyrsti dagurinn sem ég skil hann eftir. Gengur greinilega vel hingað til þar sem ekki hefur enn verið hringt í mig. Helgi bjó til smá orðalista í gær fyrir starfsfólkið svo þau myndu skilja helstu íslensku orðin og gætu kannski líka notað þau til að gera sig skiljanleg. Annars fara helstu samskiptin fram með bendingum og táknum... samt gott að vita af listanum. Fannar er nú þegar búinn að eignast einn vin... 4 ára strákur sem heitir Svante. Svante (og allri hinir krakkarnir reyndar líka) er voða forvitinn yfir þessum nýja íslenska strák sem skilur ekki sænsku og ætlar hann að kenna honum sænsku :) S.s. allt gengur vel hingað til... bless í bili.
Smá rapport Við erum rosa ánægð með sófann - það ánægð að við erum búin að kaupa einn stól og fótapullu við settið sem við ættum að fá eftir 6 vikur. Alltaf gaman að eignast fallega hluti ;) Fannar byrjar á leikskólanum á morgunn. Hann fær mjög líklega lengri aðlögun en hin börnin - skiljanlega. Hann er voða spenntur - sér í lagi af því hann veit að ég verð hjá honum. Verðum bara einn klukkutíma á morgunn og fáum þá prógram sem við reynum að fylgja eftir. Það er því líklega doldið strembinn tími framundan hjá Fannari og er ég barasta sjálf doldið kvíðin fyrir þessu tímabili. Ég fór í bíó í gær með Sunnu og Guðrúnu á "Eternal Sunshine of the Spotless Mind" . Frábær mynd.... mæli hiklaust með henni.
Sófi og bankakort Við fáum loksins sófann okkar á morgunn. Ég get varla beðið... hlakka svo til að sjá hann. Við völdum grænt áklæði á hann - frekar ljósan - en sófinn gæti samt orðið grænni en ég á von á.... gaman gaman. Þá get ég líka farið að pæla í gardínum í stofuna. Já, ég hef ekki þorað að velja nýjar gardínur fyrr en sófinn kæmi þannig að við höfum notað gamlar gardínur sem húseigendurnir skildu eftir... ekki fallegar! Ég er alltaf að verða meiri og meiri hluti af sænska þjóðfélaginu. Fékk debetkort í gær en á þó enn eftir að fá þetta fræga legitimation sem maður þarf að sýna alls staðar til að sanna að maður sé sá sem maður segist vera. Hef komist að því að hlutirnir virka bara alls ekki eins og heima á Íslandi.... allt tekur svo langan tíma og það er eins og Svíarnir vilji hreint flækja málin meira en þeir þyrftu að vera í raun og veru. Við erum mikið búin að fussa yfir hinu og þessu hérna... fara nokkrar ferðir í bankann og nokkrar ferðir í skattemyndigheterna af því að...
Leikskólamál Við fórum að skoða leikskólann áðan og líst okkur rosa vel á. Alveg splúnkunýr - iðnaðarmenn hér og þar að ditta að seinustu hlutunum. Fannar getur í raun byrjað á þriðjudaginn næsta sem er fyrr en við áttum von á. Við eigum því aðeins eftir að ræða hvort hann byrji þá eða seinna. Helgi var nefnilega búinn að fá tveggja vikna frí í vinnunni um miðjan september til að geta tekið þátt í aðlöguninni. Kannski er bara ekkert verra að Fannar byrji í næstu viku og Helgi fær þá bara alvöru frí í tvær vikur í september... það hljómar ekki slæmt. Það er alla vega ekki eftir neinu að bíða fyrir Fannar litla - sem virtist bara vera kátur með staðinn og starfsfólkið.
Að drepa tímann Datt í hug að blogga aðeins, Helgi er farinn á næturvakt og lítli maðurinn er sofnaður. Ætli ég horfi ekki bara á einn Matador þátt fyrir svefninn þar sem ekkert er í imbanum (nema Olympíuleikarnir og skil ég lítið sem þulirnir segja!). Maja hans Mårtens var svo indæl að lána mér alla Matador seríuna á dvd og er ég búin að liggja yfir þeim - komin að þætti 11 - rosa gaman. Til að rugla mig enn meira í sænskunni þá horfi ég á þættina - náttúrulega á dönsku - en með sænskum texta..... hehe verð alveg ringluð á þessu. Maður er aðeins farinn að finna fyrir því sem maður saknar frá Íslandi og er þá lambakjötið ofarlega á listanum. Við ákváðum að prófa sænskt lambakjöt í gær. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum... en kettinum fannst það vera veislumatur og borðaði það eins og hestur hehe. Við höldum okkur við það íslenska og fáum það þá bara sjaldnar! Ég á örugglega eftir að blikka tengdó um að koma með smá fyrir jólin... nammi namm. Nú jæja - best að snúa sér að Matad...
Gott fjölskyldufrí senn á enda Helgin er búin að vera rosa góð en ég nenni aftur á móti ekki að segja ykkur neitt frá henni því Helgi er nú þegar búinn að því. Það væri því algjör endurtekning og bara hreinasta vitleysa ef ég færi að gera það líka hehehe. Fríið okkar er nú á enda og fer Helgi á næturvakt í kvöld... buhuuu. Hann á næturvaktaviku framundan sem þýðir nú reyndar að hann mun vera meira heima við þar sem hann tekur bara þrjár vaktir í vikunni og engin dagvinna þar á milli. Við ætlum að þiggja leikskólaplássið á Vi som växer þar sem hinn leikskólinn er fullur með biðlista og allt. Fannar mun því vonandi byrja á leikskóla núna strax í byrjun næsta mánaðar. Helgi er búinn að fá tveggja vikna frí í vinnunni til að geta verið með í aðlöguninni þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Nú þarf ég bara að fara að drullast til að leita mér að vinnu.... "hrollur"... ég kvíði því doldið mikið!!
Fannar á afmæli Fannar barasta fimm ára í dag - það er nú meira hvað tíminn flýgur alltaf frá manni. Við höldum afmælisveislu á laugardaginn og er hann auðvitað voða kátur með það. Í dag ætlum við aftur á móti að fara í dótabúð - þá stærstu á svæðinu - og leyfa honum að velja sér einhverja flotta gjöf. Hann er voða spenntur eins og gefur að skilja enda alltaf gaman að fara í dótabúð og skoða allt dótið sem hægt er að fá og láta sig dreyma.... hehe. Rúmið kom í gær og sváfum við bara vel í nótt. Engin þreyta í baki eða neitt svoleiðis þegar við vöknuðum. Við völdum okkur frekar stífar dýnur og ég held barasta að ég sjái ekki eftir því þó maður þurfi eflaust að venjast því. Aldrei verið jafn mikið pláss og er núna ekkert mál að Fannar skríði upp í um miðja nótt - við finnum ekki einu sinni fyrir því. Annars erum við búin að hafa það súper gott undanfarna daga. Helgi í fríi og við búin að nýta tímann vel til að vera saman. Fórum á ströndina í dag og erum að hugsa um að taka okkur ...
Til hamingju með afmælið.... Birna Rún Njóttu dagsins og láttu Gutta dekra við þig. Við fórum í Mariefred í dag með Mårten og Maju. Lítill sumarbær rétt utan við Stokkhólm. Þar skoðuðum við einn kastala, fórum í skoðunartúr með lítilli lest, fengum okkur að borða á glæsilegu veitingahúsi og svitnuðum bara við það að anda. Það er s.s. virkilega heitt og er maður endalaust sveittur allan sólarhringinn. Maður sefur meira að segja hálf illa þar sem það er svo mikill hiti. Helgi er úti að slá blettinn núna og er með litla manninn í eftirdragi... eða réttara sagt drengurinn eltir pappa sinn á röndum. Ég er aftur á móti að pæla í að baka pönnukökur núna - við vorum nefnilega að kaupa okkur svo fína pönnukökupönnu..... hef verið að láta mig dreyma um pönnukökur núna í nokkra daga og ætla ég að láta drauminn rætast. Þar til næst, bleee
Heitt! Það er búið að vera svo ógeðslega heitt í dag. Hitamælirinn okkar sýndi 25 gráður í skugga. Við Fannar fórum í hjólatúr og svitnuðum eins og ég veit ekki hvað við lítið átak. Svo var náttúrulega bara eitt að gera.... að kæla sig í garðinum með því að sprauta vatni á sig úr garðslöngunni... eða alla vega Fannar gerði það hehe. Ísbíllinn er búinn að vera á sveimi í hverfinu í allan dag. Greinilega mikið að gera, þar sem hann hefur aldrei verið jafn lengi á sveimi í hverfinu. Ég er þokkalega komin með nóg af þessu litla stefi sem hann spilar endalaust þegar hann keyrir um. Hvað um það þá náðum við Fannar þó að versla nokkuð af frostpinnum þar og eigum nú góðan lager í fristinum. Helgi er á vakt (kemur á óvart!?) en hann kemst sem betur fer í vikufrí eftir þessa vinnuviku. Við vonum að við fáum gott veður þar sem við erum að pæla í að kíkja á eina litla strönd sem við heimsóttum oft síðasta sumar. Svo á Fannar afmæli eftir viku og verður auðvitað haldið upp á það. Við eigum ba...
Nýjar myndir! Ég er nýbúin að bæta inn smávegis af myndum á myndasíðuna sem ættu að detta þar inn fljótlega. Annars ekkert að frétta... bleee.